Skip to main content

.

 

Ljósmyndarinn - Sigurður Mar Halldórsson

Ljósmyndarinn

Sigurður Mar Halldórsson ólst upp á Miðhúsum á Fljótsdalshéraði en býr á Höfn í Hornafirði. Hann lærði ljósmyndun í Gautaborg á árunum 1988–1990, lauk sveinsprófi 1991 og meistaraprófi 2008. Hann hefur 20 ára reynslu af alls kyns ljósmyndun: fjölskylduljósmyndun, auglýsinga- og iðnaðarljósmyndum, tískuljósmyndun og fréttamyndum fyrir fjölmörg blöð og tímarit. Sigurður hefur haldið sex einkasýningar og tekið þátt í nokkrum samsýningum.

„Mér finnst áhugavert að blanda saman náttúrunni og fólki. Þegar ég hafði ekki lengur klárt stúdíó á sama stað áttaði ég mig á því að það er algjört rugl að stilla fólki upp í steindauðu umhverfi þegar allt í kringum mig er magnaðasta náttúra á Íslandi. Á móti kemur að það er krefjandi að vinna úti og í stað þess að hafa stjórn á öllum hlutum í stúdíóinu verður maður að vinna út frá aðstæðunum, veðri og birtu hverju sinni. Ég held því fram að á Hornafirði sé birtan öðruvísi en annars staðar á landinu vegna endurkasts frá jöklinum. Himinninn er líka víðari og stærri en annars staðar, fjöllin brött og sandurinn svartur svo hér er risastórt stúdíó þar sem allt er í boði frá náttúrunnar hendi. Þar finnst mér gaman að vinna.“

www.marason.is

Ljosmyndarinn02 Ljosmyndarinn02 Ljosmyndarinn02 Ljosmyndarinn02 Ljosmyndarinn02 Ljosmyndarinn02