Skip to main content

.

 

Starfið á árinu

forsíða sóleyForsíðaGlettingur75 forsíða2

Frá síðustu frétt hefur þetta gerst hjá Glettingi.

Haustið 2019 gáfum við út afmælisblað Menntaskólans á Egilsstöðum í ritstjórn Magnúsar Helgasonar kennara. Fullt af fræðandi efni um menntaskólann í fortíð og nútíð.

Í vor kom 74 heftið með blönduðu efni og má þar helst nefna viðtal við skólastjóra Tónlistarskólans á Egilsstöðum, Sóleyju Þrastardóttur, grein Ragnars Inga Aðalsteinssonar um „valsakónginn frá Hvanná“, Jón Jónsson og samantekt Skúla Björnssonar um bændaskógrækt á Austurlandi.

Nýkomið er 75. hefti Glettings sem er helgað Náttúruverndarsamtökum Austurlands, en þau áttu 50 ára afmæli á árinu. Þar er fjallað um þau fjölmörgu mál sem upp hafa komið á vettvangi samtakanna og eins og vænta má er það prýtt fjölmörgum myndum úr starfi þeirra ásamt nokkrum sem sýna dæmi um náttúruperlur Austurlands.

Glettingur 72 er farinn til áskrifenda

forsida72Stórfróðlegt viðtal við Örnu Björgu í Óbyggðasetri, Farsteinar í Fellum eftir Helga Hallgrímsson, Eldgos á Dyngjusandi eftir Ármann Höskuldsson og fleiri. Efnisyfirlit og valdar greinar verða birtar á netinu innan skamms. Mynd72

Gestaþraut í næsta Glettingi

Gamla myndin í næsta Glettingi er frá jarðarför á Klyppsstað í Loðmundarfirði árið 1938. Tekist hefur að þekkja 38 persónur á myndinni af ca 62 með nokkurri vissu. Lesendur mega svo láta vita ef þeir þekkja einhverja til viðbótar.