Skip to main content

.

 

Ljósmyndarinn - Jóhanna Kristín Hauksdóttir

Ég heiti Jóhanna Kristín Hauksdóttir og fæddist á Fáskrúðsfirði 1964. Ég hef búið nánast alla mína tíð á Fáskrúðsfirði að undanskildum sex árum sem ég bjó með fjölskyldu minni í Reykjavík. Ég er gift Jóhannesi Marteini Péturssyni og höfum við eignast fjögur börn.
Ég útskrifaðist vorið 2009 frá KHÍ sem grunnskólakennari og stunda nú fjarnám í meistarafræðum á menntavísindasviði við HÍ. Ég kenni við grunnskóla Fáskrúðsfjarðar. Ég hef alltaf haft áhuga á ljósmyndun og undanfarin ár hef ég aflað mér þekkingar og prófað mig áfram við myndatökur, bæði við landslagsmyndir og stúdíómyndir.

Ljosmyndarinn1

Ljosmyndarinn2

Ljosmyndarinn3 Ljosmyndarinn4Ljosmyndarinn5 Ljosmyndarinn6