Ljósmyndarinn

Ljósmyndarinn

Kristín Svanhvít Hávarðsdóttir

Ég er 45 ára, fædd og uppalin á Stöðvarfirði, búsett í Neskaupstað síðastliðin fjórtán ár. Ég tók ljósmyndabakteríuna snemma en fékk mína fyrstu myndavél í fermingargjöf frá ömmu minni. Í Alþýðuskólanum á Eiðum fengum við smákennslu í að framkalla svarthvítar myndir og varð það til að auka áhugann.

Fyrstu dslr-vélina fékk ég svo árið 1999 og þvílík bylting að þurfa ekki að senda filmu í framköllun og bíða svo hátt í viku eftir að sjá afraksturinn. Ég á núna Canon EOS-700. Ég tek myndir af öllu mögulegu og á orðið dágott safn frá alls kyns viðburðum en áhuginn liggur mestur í dýraljósmyndun og náttúrunni. Macro myndir, þar sem ég get tekið myndir af örsmáum skordýrum, snjókornum, vatnsdropum og slíku, eru mjög heillandi. Einnig finnst mér ákaflega skemmtilegt að taka norðurljósamyndir og fer mikið út að næturlagi þegar þannig viðrar.

Ég hef verið svo lánsöm að fá myndir birtar í sjónvarpi, blöðum og vefmiðlum. Ég á tvær vefsíður þar sem ég set inn mínar uppáhaldsmyndir og fæ umsagnir, bæði frá áhugafólki og atvinnuljósmyndurum sem er lærdómsríkt. Ég skellti mér svo í nám í gegnum bandarískan skóla, New York Institute of Photography, það nám tekur allt að tvö ár.


Skoða myndir Kristínar á: flickr viewbug


 

Nýjasta tölublað

68. tölublað
Fjöldi áhugaverðra greina um málefni Austurlands.

Efnisyfirlit
Ljóðin
Ljósmyndarinn
Völundarvinjar og lúpína á Austurhálendinu
Villa á Skriðdalsöræfum
Ritstjórinn
Gamla myndin

Panta eintak

• Þrjú tölublöð á ári.
• Áskriftarverð kr. 4.500.
• Verð í lausasölu kr. 1.800.
• Nýir áskrifendur fá eldri hefti á afsláttarverði.

Panta áskrift / eintak

Forsíðan

Borði

Áskrift

Viltu gerast áskrifandi?
• Þrjú 52 síðna tölublöð á ári.
• Áskriftarverð kr. 4.500-
Pantaðu í síma 848 3314 eða smella hér >